Fréttatilkynning frá Landeigendum Reykjahlíðar ehf

0
304

Með dómi Hæstaréttar dags. 26.september 2013 eru landamerki Reykjahlíðar gagnvart Þingeyjarsveit og Norðurþingi nú endanlega ótvíræð eins og glögglega kemur fram í dómsorði. Meðfylgjandi kort, ásamt dómsorði Hæstaréttar er til upplýsinga fyrir þá aðila er málið varðar, segir í fréttatilkynningu frá Landeigandafélagi Reykjahlíðar ehf.

norðurmörk_niðurstaðahæstarétts_endanlegt
Norðurmörk Reykjahlíðarlands. Smella á til að skoða stærri útgáfu.

Viðkomandi svæði, sem nú er réttmæt eign Reykjahlíðar, er um 900 hektarar. Þar sem rjúpnaveiði er að hefjast þá er því beint til veiðimanna að hafa samband við núverandi leigutaka fyrir rjúpnaveiði í landi Reykjahlíðar.

Virðingafyllst, Ólafur H. Jónsson formaður.