Framtíðarlistinn er Framtíðin

Örn Byström skrifar

0
482

Ég kýs Framtíðarlistann. Afhverju,jú vegna þess að sitjandi meirihluti hefir valdið mér vonbrigðum og upplýsingastreymi frá þeim hefir verið mjög takmarkað.  Þrátt fyrir marg yfirlýstar yfirlýsingar frá meirihlutanum um hið gagnstæða hefur þurft að kreista allar upplýsingar uppúr þeim. Brosmyndarpistlarnir frá sveitarstjóra um sitt ágæti  og stefnu meirihlutans í öllum málum markast af sjálfumsgleði og sjálfsánægju.Því  miður get ég ekki stutt lista sem er svona sjálfsumglaður að hann þurfi ekki að endurskoða eitt né neitt í sínum vinnubrögðum. Ég nenni ekki að fara að vekja upp skólamálin hvað varðar uppsagnir kennara og annað -þar þurfti beinlínis að beita valdstjórnina hörku,svo að kjósendur og aðrir fengu einhverjar upplýsingar.

Í loforðalista ykkar Samstöðu segir um rekstur sveitarfélagssins að mikill árangur hafi náðst skuldir hafi lækkað og tekjur hækkað. Skuldir hafa vissulega lækkað en á kostnað hvers ? Það er nú einu sinni svo að með því að gera ekki neitt þá er hægt að lækka skuldir og það boðið þið að haldið skuli áfram-hverjir vilja svoleiðis framtíð nema sjálfsumglaðir sjálftökumenn,svo vitnað sé í almenna pólitík á landsvísu.

Tekjur hafa hækkað segið þið , vissulega en það eru fyrst og fremst tekjur af virkjunarframkvæmdum á Þeistareykjum sem munu gefa sveitarfélaginu fasteignargjöld uppá 100 milljónir ef þeirra nyti ekki við væri sveitarfélagið rekið með halla sem því nemur. Hvað hafið þið gert til að auka tekjurnar ? Hvað hafið þið gert til að auglýsa sveitarfélagið sem vænlegan kost fyrir ungt fólk að setjast hér að ? Hver er stefna ykkar í atvinnumálum og hvað hafið þið gert til að efla hana ? Íbúðamálin -hvað hafið þið gert þar ? Að fá ungt fólk til að setjast hér að þarf skelegga atvinnuuppbyggingu og húsnæði.Þið hafið  greinilega engan áhuga á því . Lækka skal skuldir og gera ekki neitt -Það er ykkar stefna.

Ég sem aldraður öryrkji hef engan áhuga á slíkri stefnu.

Ég set því mitt X við FRAMTÍÐARLISTANN.

Örn Byström,Einarsstöðum.