Framsýn styrkir Velferðarsjóð Þingeyinga

0
55

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti á síðasta fundi að styrkja Velferðarsjóð Þingeyinga um kr. 100.000. Með framlaginu vill félagið skora á fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að leggja sitt að mörkum til sjóðsins.

1317204445-framsyn

Vitað er að mikil þörf verður á úthlutunum úr sjóðnum fyrir jólin enda því miður allt of margir sem þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin, ekki síst vegna veikinda eða erfiðra fjölskylduaðstæðna.

Upp með kærleikinn fyrir jólin. Framsýn.is