Framsóknarflokkurinn fékk tvö atkvæði í Þingeyjarsveit

0
105

Ýmislegt óvænt getur komið upp úr kjörkössunum þegar talning atkvæða fer fram. Þegar kjörstjórn Þingeyjarsveitar var að ljúka talningu á atkvæðum í gærkvöldi komu fram tvö utankjörfundaratkvæði merkt B eða Framsóknarflokknum.

Könnun

Þau voru umsvifalaust afgreidd sem ógild þar sem Framsóknarflokkurinn bauð ekki fram í Þingeyjarveit. Að sögn Bjarna Höskuldssonar formanns kjörstjórnar hefur það gerst áður að flokkur sem er ekki í framboði fær atkvæði, en Sjálfstæðisflokkurinn fékk eitt atkvæði í kosningunum árið 2010.

Talning atkvæða í gærkvöldi gekk hratt og örugglega fyrir sig og útstrikanir voru óverulegar að sögn Bjarna.