Framlag til fæðingardeildar FSA

0
161

Á dögunum heimsóttu fulltrúar frá Kvenfélagasambandi Suður Þingeyinga fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og færðu deildinni fjármuni sem kvenfélögin á sambandssvæðinu og sambandið ákváðu að gefa til kaupa á nýjum fæðingarlaugum.

KVenfélagskonur afhenda gjöfina.

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á fæðingardeildinni undanfarið og hafa báðar fæðingarstofur deildarinnar verið endurbyggðar.  Örlæti félagasamtaka og velunnara deildarinnar gerir þetta kleift en mikill hluti tækja og búnaðar er keypt fyrir gjafafé. Öll aðstaða fyrir verðandi mæður er hin glæsilegasta, fæðingarstofurnar vel búnar, rúmgóðar og hlýlegar.

Að sögn Ingbjargar Jónsdóttur yfirljósmóður eru laugarnar eða kerin mikið notuð í aðdraganda fæðinga og minnka þörf á verkjalyfjum.

Ingibjörg og Alexander Smárason yfirlæknir deildarinnar tóku við framlagi kvenfélagskvenna og þökkuðu þann hlýhug sem gjöfinni fylgir.