Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng formlega hafnar

0
386

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, setti með formlegum hætti í gang framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng,  þegar hann sprengdi svokallaða viðhafnarsprengju við jarðgangagerðina um kl 14:30 í dag.

IMG_2405
Gestir við gangnamunnan skömmu eftir sprenginguna.

Flestir þingmenn Norðausturkjördæmis, sveitarstjórnarfólk úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslu, starfsmenn Ósafls og vegagerðarinnar fylgdust með, auk annara gesta. Umferð um þjóðveg 1. var stöðvuð rétt á meðan sprengt var enda gangnamunninn rétt við veginn. Heildarlengd ganganna með vegskálum verður 7,5 kílómetrar. Gerð Vaðlaheiðarganga er umfangsmikil framkvæmd. Ætla má að út úr göngunum verði ekið á bilinu 30 til 40 þúsund vörubílsförmum af efni og í sprengingarnar í göngunum fari um 1000 tonn af sprengiefni. Vaðlaheiðargöng verða tilbúin í árslok 2016.  Tíðindamaður 641.is var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsetisráðherra við gangnamunnann skömmu eftir sprenginguna.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsetisráðherra við gangnamunnann skömmu eftir sprenginguna.
Sveitarstjórar sveitarfélaganna sem göngin tengja saman, Jón Hrói Finnsson Svalbarðsstarndarhrepps og Dagbjört Jónsdóttir Þingeyjarsveit.
Sveitarstjórar sveitarfélaganna sem göngin tengja saman, Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps og Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.
Ásvaldur Þormóðsson, Dagbjört Jónsdóttir og Margrét Bjarnadóttir frá Þingeyjarsveit.
Ásvaldur Þormóðsson, Dagbjört Jónsdóttir og Margrét Bjarnadóttir frá Þingeyjarsveit.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Valgerður Gunnarsdóttir þingmaður Þingeyinga voru viðstödd í dag.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Valgerður Gunnarsdóttir þingmaður Þingeyinga voru viðstödd í dag.