Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthlutar 647 milljónum

0
148

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur staðfest tillögu stjórnar Framvæmdasjóðs ferðamanna-staða um úthlutun vorið 2016. Alls eru veittir styrkir til 66 verkefna hringinn í kringum landið en að þessu sinni var sérstaklega horft til öryggismála og miða 37 verkefnanna að því að bæta öryggi á ferðamannastöðum.

Goðafoss. Mynd: Ragnar Þorsteinsson
Goðafoss. Mynd: Ragnar Þorsteinsson

 

Alls nema styrkir til einstakra verkefna tæplega 596 m.kr. en að auki verður 51. m.kr. úthlutað sérstaklega af ráðherra ferðamála til sérstaklega brýnna verkefna vegna öryggis á ferðamannastöðum að tillögu Stjórnstöðvar ferðamála.

Hæstu einstöku styrkirnir eru 30 m.kr. og eru veittir fjórir slíkir; til verkefna við Dynjanda, Geysi, Skaftafell og Dettifoss.

Allar nánari upplýsingar um styrkina á vefsjá

Listi yfir styrkþega sem PDF

 

Eftirtalin verkefni í Þingeyjarsýslum fengu styrki:

Vatnajökulsþjóðgarður fær 30.000.000 vegna 2. áfanga við gerð útsýnispalla við Dettifoss að vestan.

Þingeyjarsveit fær 26.800.000 kr. vegna endurbóta á umhverfi Goðafoss.

Landeigendur Voga ehf. fékk 6.447.000 kr. vegna heildarskipulags ferðamannastaða fyrir Voga í Mývatnssveit. Önnur verkefni í Mývatnssveit sem hlutu styrki eru Skútustaðahreppur, sem fær 4.000.000, vegna 1. áfanga hjólastígs umhverfis Mývatns.  Umhverfisstofnun fær tvo styrki, annars vegar 1.825.809 kr. vegna göngustíga við Kálfaströnd og hins vegar 1.567.519 kr. vegna lokafrágang umhverfis bílastæðis við Kálfaströnd.

Langanesbyggð fær 8.000.000 kr. til að bæta aðgengi á Langanesi auk náttúruverndunar.

Ferðamálastofa.is