Framkoma við kennara hörmuð

0
148

Fundur sem haldinn var í foreldrafélagi Litlulaugaskóla, mánudaginn 4. maí 2015 samþykkti einróma eftirfarandi bréf sem 641.is hefur borist, til fráfarandi kennara við skólann.

Litlulaugaskóli haus

Kæru kennarar.

Við foreldrar barna í Litlulaugaskóla viljum þakka fyrir ykkar starf með börnunum okkar undanfarin ár. Við erum þakklát fyrir það sem þið hafið gefið þeim, bæði í kennslu og uppfræðslu og ekki síður fyrir þann stuðning sem þið hafið veitt þeim við það að fóta sig í skólasamfélaginu og styrkjast sem einstaklingar. Frá sjónarhóli okkar foreldranna hefur ykkar starf verið afar farsælt og ekki borið skugga á samstarf okkar á milli.

Við hörmum þá framkomu sem ykkur var sýnd í ferlinu við fækkun starfsmanna og viljum koma því skýrt á framfæri að við hefðum viljað sjá öðruvísi að málum staðið. Við viljum fyrir hönd foreldra í Litlulaugaskóla lýsa yfir ánægju með störf ykkar og óska ykkur velfarnaðar.