Framhaldsskólar fyrir einstaklinga þjóðarinnar – Frá Lestrarfélagi Helgastaðahrepps til Bókasafns Reykdæla

0
195

Komin er út bókin (smárit) Framhaldsskólar fyrir einstaklinga þjóðarinnar – Frá Lestrarfélagi Helgastaðahrepps til Bókasafns Reykdæla – 150 ára saga menntunar og skemmtunar (1861 -2011). Höfundur er Sverrir Haraldsson framhaldsskólakennari í Hólum.

Sverrir Haraldsson bókarkápa

 

Stofnun lestrarfélaga fyrir almenning á ofanverðri 19. öld er merkilegur kafli í íslenskri menningarsögu. Meginhlutverk þessara félaga var að fræða og skemmta. Að baki lestrarfélaganna lá fórnfúst starf áhugasamra einstaklinga. Lestrarfélag Helgastaðahrepps ruddi merka braut, við erum enn að spinna þann þráð.

Bókin er til sölu í Bókaverslun Þórarins Stefánssonar á Húsavík og hjá höfundi.