Frábær tilþrif Tryggva Snæs gegn Grindavík – Myndband

14 fráköst og 9 varin skot

0
586

Bárðdælingurinn stóri Tryggvi Snær Hlinason, átti góðan leik fyrir Þór Akureyri gegn Grindavík sl. föstudag, en þrátt fyrir það tapaði Þór leiknum 65-78.

Frammistaða Tryggva Snæs var tekin fyrir í þættinum Dominos Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport þar sem Tryggvi skoraði 15 stig, tók 14 fráköst og varði heil 9 skot á þeim 34 mínútum sem hann spilaði í leiknum.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá góð nokkur góð tilþrif hjá Tryggva Snæ í leiknum.