Frá frambjóðendum Framtíðarinnar

0
451

Nú að loknum kosningum viljum við þakka ykkur sveitungum okkar traustið. Þessar síðustu vikur hafa verið krefjandi en jafnframt mjög gefandi. Við fundum fyrir mikilli hvatningu úr ýmsum áttum en það skipti auðvitað miklu máli og gerði okkur enn vissari um að framboðið okkar væri nauðsynlegt fyrir umræðuna og skoðanaskiptin í Þingeyjarsveit.

Að ná 3 mönnum í sveitarstjórn er frábær árangur og mun skila virku aðhaldi. Með góðu samstarfi er hægt að koma mikilvægum málum á framfæri og í framkvæmd. Eins og við lögðum áherslu á í kynningum okkar fyrir kosningar leggjum við mikla áherslu á að samstarf í sveitarstjórn verði gott, valddreifing mikil og stjórnsýsla og upplýsingagjöf til fyrirmyndar.

Við ætlum að hafa jákvæðni að leiðarljósi við störf innan sveitarstjórnar. Vinna við stofnun félags um málefni Framtíðarinnar er einnig meðal verkefna og hlökkum við til að deila því með ykkur á næstu misserum.

Með kærum þökkum fyrir stuðninginn.

Jóna Björg, Hlynur og Hanna Jóna