Formlegt gegnumslag í Vaðlaheiðargöngum föstudaginn 28. apríl

Verktakinn með "opið hús" 28. apríl

0
469

Ósafl, verktakinn sem vinnur við það að grafa Vaðlaheiðargöng býður í “opið hús” föstudaginn 28. apríl milli kl. 16 og 19, í tilefni af gegnumslagi í Vaðlaheiðargöngum.

“46 mánuðum eftir fyrstu sprengingu, sem var þann 3. júlí 2013, eru jarðgangamenn í Vaðlaheiði nú klárir fyrir gegnumslag föstudaginn 28. apríl. Sama dag mun verktaki bjóða gestum og gangandi að líta við á verkstæði Ósafls í Eyjafirði og kynna sér þær áskorarnir sem jarðgangamenn hafa tekist á við. Gestum gefst þar einstakt tækifæri til að kynna sér jarðgangagerð og munu tæknimenn okkar svara þeim spurningum sem vakna”, segir á facebooksíðu Vaðalheiðarganga í dag.

Þar segir einnig frá því, að í gærkvöldi hafi verið boruð könnunarhola sem fór í gegnum haftið sem er 37,5 metrar að lengd og staðfesti þar með að göngin eru á réttum stað.

Að sögn Valgeirs Bergmanns framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf. mun það taka nokkra daga að klára þessa 37,5 metra. Valgeir sagði einnig að það væri alltaf stór og gleðilegur áfangi að ná gegnumslagi í jarðgangagerð og að verktakinn ætlaði sér 15 mánuði í viðbót til þess að klára göngin endalega.

Samkvæmt því má áætla að Vaðlaheiðargöng opni fyrir umferð um mánaðarmótinu júlí/ágúst árið 2018.