Fögnum sumri saman á sumardaginn fyrsta í þróttahúsinu á Laugum

Nú liggur leiðin heim að Laugum 19. apríl

0
248

Á sumardaginn fyrsta þann 19. apríl næstkomandi verður opið hús í íþróttahúsinu á Laugum frá kl. 13:00-16:00. Þar verður ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt í boði fyrir alla aldurshópa s.s. Nemendur og starfsfólk FL munu kynna það fjölbreytta starf sem unnið er í skólanum.

Einnig munu vöruframleiðendur og listamenn úr nærsamfélagi okkar verða með kynningar og sölubása. Leikir og þrautir fyrir yngstu kynslóðina verða í boði nemenda FL og lifandi tónlist – skólahljómsveit og söngvarar.

Gamli húsmæðraskólinn á Laugum verður opinn og gestir leiddir um húsið og Kórinn Sálubót kemur og tekur nokkur lög. Nemendur FL verða með hesta og teyma undir þeim sem vilja fara á bak.

Kaffihúsastemming með vöfflum og tilheyrandi verður í boði Framhaldsskólans. Sundlaugin verður opin – frítt fyrir alla

Sjáumst sem flest og fögnum sumri saman. Nemendur og starfsfólk Framhaldsskólans á Laugum.