Fleiri svör til Arnar Byström

0
613

Örn Byström varpaði fram nokkrum spurningum til sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar í pistli sem birtur var hér á 641.is fyrir fáeinum dögum.

Nú hafa svör borist sem skoða má hér fyrir neðan.

  1. Hver eru laun sveitarstjórnarmanna á mán.?

Laun sveitarstjórnarfulltrúa eru hlutfall af þingfararkaupi sem nú er kr. 1.101.194. Föst mánaðarlaun eru kr. 88.096 sem er 8% af þingfararkaupi. Fyrir hvern setinn sveitarstjórnarfund er greitt kr. 22.024 sem er 2% af þingfararkaupi. 

  1. Hafa þeir þar að auki einhver hlunnindi svo sem bílastyrk,húsnæðisstyrk eða einhver önnur hlunnindi ?

Sveitarstjórnarfulltrúar fá greiddan akstur á fundi samkvæmt ríkistaxta sem er kr. 110 fyrir hvern ekinn km. að frádregnum fyrstu 5 km. Þeir fá ekki húsnæðisstyrk né önnur hlunnindi en fá þó með kaffinu eftir sveitarstjórnarfundi.   

  1. Hver eru laun sveitarstjóra ?-og þá hlunnindi ?

Laun sveitarstjóra eru samkvæmt launatöflu Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, heildarlaun kr. 1.267.260 þar með talin föst yfirvinna. Laun þessi eru fyrir alla vinnu sveitarstjóra fyrir sveitarfélagið, þar með talin fundarsetu svo og alla vinnu utan reglubundins vinnutíma. Sveitarstjóri hefur bifreið til umráða samkvæmt ráðningasamningi og frían síma.

  1. Hver eru laun oddvita sveitarstjórnar -og þá hlunnindi ?

Laun oddvita eru hlutfall af þingfararkaupi sem nú er kr. 1.101.194.
Föst mánaðarlaun eru kr. 132.143 sem er 12% af þingfararkaupi. Fyrir hvern setinn sveitarstjórnarfund er greitt kr. 33.036 sem er 3% af þingfararkaupi. Engin hlunnindi.

  1. Er notkun á bifreiðum sveitarfélagsins frjáls hjá viðkomandi starfsmönnum utan vinnutíma og í persónulegri notkun ?

Nei.

 6. Er haldinn akstursbók ?

Skilað er inn akstursdagbók til að fá greitt fyrir akstur á eigin bíl.

  1. Hvert var bókfært verð iðnaðarhúsnæðis í Iðjugerði sem selt var Björgunarsveit Aðaldæla ?

Bókfært verð er um 13 milljónir. Ekki er búið að ganga frá formlegum kaupsamningi við Björgunarsveitina í Aðaldal, viðræður eru í gangi. Tilboð þeirra var upp á 9 milljónir og árlegur rekstrarkostnaður sveitarfélagsins vegna Iðjugerðis er tæpar 5 milljónir sem sveitarfélagið mun losna við þegar og ef húsið verður selt.

  1. Eru fleiri eignir sveitarfélagsins til sölu á bókfærðu verði ? -og hverjar eru þær þá ?

Nei ekki eins og er.

Það er útaf fyrir sig gaman að standa í bréfaskriftum við þig Örn hér á þessum vettvangi. En vænt þætti okkur um að þú snérir þér næst til skrifstofunar með spurningar sem snerta rekstur sveitarfélagsins.

Þetta eru opinberar upplýsingar sem þú getur nálgast þar.

Með vinsemd.

Arnór, Margrét, Árni Pétur, Ásvaldur og Heiða.