Fleiri spurningar til sveitarstjórnar

Örn Byström skrifar

0
523

Í  ljósi umræðu um gegnsæi fjármála í opinberum rekstri varpa ég hér fram nokkrum gegnsæum spurningum til sveitarstjórnar. Þessar spurningar eru ekki settar fram af illgirni heldur einungis óskir um gegnsæi sjálfsagðra upplýsinga um fjármál sveitarfélagssins.

Ég persónulega get lagt fram mín fjármál þótt mér beri ekki sjálfsögð skylda til þess en obinbert fé fer eftir öðrum reglum og skylt er að upplýsa kjósendur sveitarfélagssins um öll fjármál þess.

 

  1. Hver eru laun sveitarstjórnarmanna á mán.?
  2. Hafa þeir þar að auki einhver hlunnindi svo sem bílastyrk,húsnæðisstyrk eða einhver önnur hlunnindi ?
  3. Hver eru laun sveitarstjóra ?-og þá hlunnindi ?
  4. Hver eru laun oddvita sveitarstjórnar -og þá hlunnindi ?
  5. Er notkun á bifreiðum sveitarfélagsins frjáls hjá viðkomandi starfsmönnum utan vinnutíma og í persónulegri notkun ?
  6. Er haldinn akstursbók ?
  7. Hvert var bókfært verð iðnaðarhúsnæðis í Iðjugerði sem selt var Björgunarsveit Aðaldæla ?
  8. Eru fleiri eignir sveitarfélagssins til sölu á bókfærðu verði ? -og hverjar eru þær þá ?
       Með von um gegnsæ svör,
       Örn Byström Einarsstöðum.