Fjöregg ályktar um Bjarnarflagsvirkjun

0
207

Fjöregg – félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, sem var stofnað 27. febrúar sl, samþykkti á fyrsta aðalfundi félagsins, 27.mars sl, tillögu að ályktun um Bjarnarflagsvirkjun. Hún felst í því að skora á umhverfis- og auðlindaráðherra og Alþingi að taka Bjarnarflagsvirkjun úr nýtingarflokki áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (Rammaáætlun). Kosið var um tillöguna á fundinum og var hún samþykkt með þorra atkvæða fundarmanna. Um 50 manns sátu fundinn, af tæplega 90 skráðum félögum.

Andarhreiður. Mynd: Ólafur Þröstur Stefánsson
Andarhreiður. Mynd: Ólafur Þröstur Stefánsson

Markmið félagsins er verndun náttúru og umhverfis Mývatnssveitar, sjálfbær umgengni sem byggir á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja. Markmiðum sínum hyggst félagið m.a. ná með fræðslu, hvatningu og umræðum um náttúruverndarmál.

Á stefnuskrá félagsins eru m.a. fræðslufundir um fráveitumál, sorpmál, jarðvarmavirkjanir, landgræðslu og sjálfbærni í ferðaþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Fundurinn telur að til grundvallar þeirri ákvörðun að setja virkjunina í nýtingarflokk hafi legið ófullnægjandi og úrelt mat á mögulegum afleiðingum virkjunarinnar fyrir vistkerfi Mývatnssvæðisins og íbúa sveitarinnar.

Tillaga að ályktum um Bjarnarflagsvirkjun