Fjórði Grænfáninn í Stórutjarnaskóla

0
342

Síðan Stórutjarnaskóli fór á græna grein Landverndar haustið 2008 hefur skólinn þurft að endurnýja fánann sinn á tveggja ára fresti samkvæmt öllum reglum þar um. Nú hefur fulltrúi Landverndar staðfest í 4. sinna að nemendur og starfsfólk skólans hafa með vinnu sinni að umhverfis- og lýðheilsumálum uppfyllt þau skilyrði sem til þarf svo skólinn megi flagga Grænfánanum.

Afhending fánans fór fram 8. des. og til að afhenda fánann kom góður gestur frá Akureyri, Eyrún Gígja Káradóttir náttúrufræðikennari í MA. Nemendur í umhverfis- og lýðheilsunefndinni tóku við fánanum en að þessu sinni fékk skólinn einnig sent veggskilti með sömu fánamynd. Það er vegna þess hve Ljósavatnslognið á það til að fjúka hratt og tæta niður fánann á flaggstönginni. Framvegis mun því skólinn skarta bæði skilti og fána.

Myndir má skoða hér