Fjölskyldan á fjallið – Gengið á Vindbelgjarfjall

0
491

Í dag var gegnið á Vindbelgjarfjall í Mývatnssveit og komið fyrir gestabók í þar til gerðum kassa uppi á fjallinu. Er þetta hluti af verkefninu “Fjölskyldan á fjallið” sem UMFÍ stendur árlega fyrir. Ágætt veður var í Mývatnssveit en mikill vargur.

Elín Sigurborg Harðardóttir og Birna Davíðsdóttir komu kassanum með gestabókinni fyrir uppi á Vindbelg.
Elín Sigurborg Harðardóttir og Birna Davíðsdóttir komu kassanum með gestabókinni fyrir uppi á Vindbelg.

Fjöll HSÞ í ,,Fjölskyldan á fjallið” árið 2013 eru Kollufjall við Kópasker og Vindbelgjarfjall í Mývatnssveit. Gestabókum í þar til gerðum kassa er komið fyrir uppi á fjöllunum og HSÞ hvetur Þingeyinga og aðra sem leið eiga um svæðið, til að ganga á fjöllin og skrá nafn sitt í bækurnar. Að hausti er síðan dregið úr hópi þátttakenda og veitt útivistarverðlaun.

Nánari upplýsingar eru á www.ganga.is

Þokkalegt útsýni er af Vindbelg.
Þokkalegt útsýni er af Vindbelg.
Nægur vargur er í Mývatnssveit, sem sést vel á þessari mynd ef smellt er á hana og hún skoðuð í stærri útgáfu.
Rykmýsstrókar, sem sjást vel á þessari mynd ef smellt er á hana og hún skoðuð í stærri útgáfu.

 

Meðfylgjandi myndir tók Birna Davíðsdóttir.