Fjölskyldan á fjallið – Gengið á Vindbelgjarfjall á morgun, laugardaginn 15. júní

0
160

Í tilefni af verkefni UMFÍ  “Fjölskyldan á Fjallið”  verður gengið á Vindbelgjarfjall í Mývatnssveit laugardaginn 15. júní.  Öðru nöfnum nefnist fjallið af heimamönnum – ýmist Belgjarfjall eða Vindbelgur – þetta síðastnefnda einna skemmtilegast.  Fjallið er eins og önnur skyld, harla bratt efst og laust í sér, en gróið neðan til.  Hvergi er þó neitt klifur og leiðin fær fyrir alla.  Þegar upp er komið geta göngumenn þaulskoðað Mývatn og hinar mörgu eyjar og gervigíga.

HSÞ

Lagt verður af stað kl. 10:00 frá bílaplani, sem er við leiðina norðan við Mývatn, við bæinn Vagnbrekku – ekki langt frá Fuglasafni Sigurgeirs.

Fjöll HSÞ í ,,Fjölskyldan á fjallið” árið 2013 eru Kollufjall við Kópasker og Vindbelgjarfjall í Mývatnssveit. Gestabókum í þar til gerðum kassa er komið fyrir uppi á fjöllunum og HSÞ hvetur Þingeyinga og aðra sem leið eiga um okkar svæði, til að ganga á fjöllin og skrá nafn sitt í bækurnar. Að hausti er síðan dregið úr hópi þátttakenda og veitt útivistarverðlaun.

 

Nánari upplýsingar eru á www.ganga.is

Almenningsíþróttanefnd HSÞ.