Frímann Kokkur sýnir vatnslitamyndir í Safnahúsinu á Húsavík.
Frímann Sveinsson matreiðslumeistari og fjöllistamaður opnar myndlistasýningu á jarðhæð Safnahússins á Húsavík fimmtudaginn 14. mars kl. 16.00.

Á sýningunni eru um 30 verk, allt vatnslitamyndir málaðar í vetur og eru allar myndirnar til sölu. Frímann sem er liðtækur tónlistarmaður og áhugamálari hefur sótt fjölmörg námskeið í vatnslitamálun. Þá hefur hann haldið fjölda sýninga bæði á Húsavík og í Neskaupstað.
Sýningin er opin dagana 14. til 21. mars frá kl: 14.00 til: 18.00