Fjögurra skógahlaupið – Þorbergur og Elísabet fyrst í mark

0
293

Fjögurra skógahlaupið fór fram í Fnjóskadal sl.laugardag, en það er Björgunarsveitin Þingey sem stendur fyrir því og var þetta sjötta árið sem það er haldið. Hlaupið er farið að skapa sér sess í hlaupaseríu sumarsins hjá mörgum hlauparanum og var árið 2014 valið utanvegahlaup ársins. Á laugardag voru þátttakendur 105, fólk alls staðar að, bæði íslenskt og erlent. Meðfylgjandi myndir tók Jónas Reynir Helgason.

Þorbergur Ingi Jónsson
Þorbergur Ingi Jónsson
Elísabet Margeirsdóttir
Elísabet Margeirsdóttir

Keppt er í nokkrum vegalengdum í Fjögurra skógahlaupinu, allt frá skemmtiskokki sem er 4.3 km. upp í 30.6 km. og er talsvert um að fjölskyldur  keppenda sem taka þátt í lengri vegalengdunum spreyti sig í skemmtiskokkinu. Aðstæður til hlaups í Fnjóskadalnum í dag voru góðar, hægviðri, skýjað og 14° hiti.

Það var Þorbergur Ingi Jónsson sem kom fyrstur í mark í 30.6 km. hlaupinu á tímanum 1:56:52 og Elísabet Margeirsdóttir kom í mark fyrst kvenna í 30.6 km. á tímanum 2:24:12.

Nánar má sjá tíma annara keppenda á hlaup.is