Fjármál við starfslok

Fræðslufundur á Húsavík

0
173

Íslandsbanki og stéttarfélagið Framsýn bjóða íbúum Þingeyjarsýslu á fræðslufund um það sem mikilvægast er að hafa í huga þegar styttist í starfslok.

Rætt verður um:

— Helstu skerðingar og greiðslur Tryggingastofnunar — Hvenær og hvernig er best að taka út lífeyri og séreign — Hvaða breytingar voru gerðar um áramótin

Fundurinn verður haldinn í húsnæði Framsýnar á Húsavík, miðvikudaginn 16. maí kl. 17. Íbúar á aldrinum 60–70 ára eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.