Fínn árangur á meistaramóti 11-14 ára

0
345
Keppendur frá HSÞ. Efst til vinstri Auður Friðrika Arngrímsdóttir, Erla Rós Ólafsdóttir, Salbjörg Ragnarsdóttir, Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson. Neðri röð Eyhildur Ragnarsdóttir, Björg Gunnlaugsdóttir, Arney Dagmar Sigurbjörnsdóttir, Hafþór Höskuldsson.

Meistaramóti Íslands 11-14 ára fór fram sl.helgi í Kópavogi.  8 keppendur fóru frá HSÞ.  Björg Gunnlaugsdóttir 11 ára varð tvöfaldur íslandsmeistari.  Hún vann bæði 600 m. hlaup og hástökk. Björg  varð í öðru sæti í 60 m. hlaupi og í langstökki.

Erla Rós Ólafsdóttir 14 ára varð íslandsmeistari í spjótkasti og setti um leið nýtt mótsmet.

Hafþór Höskuldsson 12 ára varð í öðru sæti í spjótkasti og Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson 14 ára varð í 3. Sæti í 80 m. grindahlaupi.

Alls tóku 16 lið þátt í mótinu og í heildarstigakeppninni var HSÞ í 6-7 sæti með 108 stig, en 10 efstu sætin gefa stig.  Allir keppendur HSÞ náðu í stig fyrir félagið.  Persónulegar bætingar hjá okkar keppendum voru 22 talsins af 37 greinum sem þau kepptu í.

Björg Gunnlaugsdóttir HSÞ
Erla Rós Ólafsdóttir HSÞ