Meistaramóti Íslands 11-14 ára fór fram sl.helgi í Kópavogi. 8 keppendur fóru frá HSÞ. Björg Gunnlaugsdóttir 11 ára varð tvöfaldur íslandsmeistari. Hún vann bæði 600 m. hlaup og hástökk. Björg varð í öðru sæti í 60 m. hlaupi og í langstökki.
Erla Rós Ólafsdóttir 14 ára varð íslandsmeistari í spjótkasti og setti um leið nýtt mótsmet.
Hafþór Höskuldsson 12 ára varð í öðru sæti í spjótkasti og Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson 14 ára varð í 3. Sæti í 80 m. grindahlaupi.
Alls tóku 16 lið þátt í mótinu og í heildarstigakeppninni var HSÞ í 6-7 sæti með 108 stig, en 10 efstu sætin gefa stig. Allir keppendur HSÞ náðu í stig fyrir félagið. Persónulegar bætingar hjá okkar keppendum voru 22 talsins af 37 greinum sem þau kepptu í.

