Fimmtán rúmmetrar sprengdir

0
80

Í kvöld var fyrsta dínamíthleðslan sprengd í Vaðlaheiðargöngum. Ekki var um öfluga sprengingu að ræða, fimmtán rúmmetrar af efni voru sprengdir.  Vikudagur.is á Akureyri segir frá.

Gangagerðin er þar með hafin/myndin er tekin af upplýsingasíðu Vaðlaheiðarganga.
Gangagerðin er þar með hafin/myndin er tekin af upplýsingasíðu Vaðlaheiðarganga.

 

Til að koma í veg fyrir slys voru mottur settar fyrir bergið.

Umferð um þjóðveginn var stöðvuð á meðan sprengt var.

Fyrsta formlega hleðslan verður sprengd eftir rúma viku.