Félög sauðfjárbænda boða til fundar í Ýdölum á miðvikudagskvöld

0
377

Félag sauðfjárbænda við Eyjafjörð, félag sauðfjárbænda í S-Þing og félag sauðfjárbænda í N-Þing boða til sameiginlegs fundar að Ýdölum miðvikudagskvöldið 23. ágúst kl. 20.00.

Fundarefnið er sú alvarlega staða sem við blasir í sauðfjárrækt og er stefnt á að reyna greina stöðuna og fara yfir málin. Landssamband sauðfjárbænda hefur ákveðið að halda auka aðalfundur LS föstudaginn 25. ágúst og verða mál sem fyrir aðalfundinum liggja kynnt. Fulltrúar úr stjórnum Bændasamtakanna og Landssambands sauðfjárbænda verða á staðnum.