Félag sauðfjárbænda mótmælir harðlega lækkun afurðaverðs hjá Norðlenska

0
113

Stjórn félags sauðfjárbænda í suður-Þingeyjarsýslu mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Norðlenska að lækka verð á sauðfjárafurðum til bænda um 10-38% í krónutölu á komandi hausti og það samráðsleysi við sauðfjárbændur í aðdraganda ákvörðunarinnar.

Séð yfir Hraunsrétt.
Frá Hraunsrétt.

 

 

Ályktun stjórnar félags sauðfjárbænda í suður-Þingeyjarsýslu varðandi verðskrá sauðfjárafurða hjá Norðlenska 2016

 

 

 

Það er óásættanlegt að kostnaðarauka í rekstri sé velt yfir á bændur með lækkandi afurðarverði. Meiri kostnaði við rekstur verður að mæta með hagræðingu í rekstri og hærra heildsöluverði. Við teljum að verið sé að senda smásölum kolröng skilaboð með þessari ákvörðun. Stjórnin krefst þess að Norðlenska endurskoði verðskrá sína svo bændur fái hækkun í samræmi við aðra hópa í þjóðfélaginu. Endurskoði Norðlenska ekki verðskrána sína hvetjum við bændur til að endurskoða þá ákvörðun að borga í stofnsjóð Búsældar.

Stjórn F.S.S.Þ.