Fé bjargað úr fönn í Svartárkoti

0
192

Eins og fram hefur komið var víða kolvitlaust veður í dag. Uppí Svartárkoti var gríðarmikil úrkoma og renningur í allan dag. Heimafólk óskaði eftir aðstoð frá Björgunarsveitinni Þingey við að bjarga fé úr fönn. Björgunarsveitarfólk auk heimafólks, nágranna og vina tóks að bjarga mörgu fé, og stóð vaktina í allan dag. Sumstaðar þurfti að grafa allt að þrjá  metra niður að kindunum. Ekki er ennþá vitað hvort eitthvað hafi drepist og kemur það sennilega ekki í ljós fyrr en síðar.

.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndirnar tók: Stefán Tryggvason björgunarsveitarmaður.