Fatasöfnun fyrir nágranna okkar á Grænlandi.

0
107

Umhverfis og lýðheilsunefnd Stórutjarnaskóla hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum og taka þátt í fatasöfnun Skákfélagsins Hróksins. Hrókurinn stendur fyrir fata og skósöfnun fyrir börn í afskekktu þorpi á austurstönd Grænlands. Fjölmargir hafa lagt söfnunni lið bæði einstaklingar, fyrirtæki og skólar víða um land. Verndari söfnunarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir fv. Forseti.

Til söfnunarinnar var stofnað í samvinnu við skólasjórnendur í Ittoqqortoormiit við Scoresbysund sem er á 70° norðlægrar breiddar. Hróksmenn þekkja vel til í þessu 450 manna þorpi eftir að hafa skipulagt veglegar páskaskákhátíðir fyrir börn og ungmenni síðustu 8 árin.

Mánudaginn 29. og þriðjudaginn 30. september verður söfnunarátak í Stórutjarnskóla, þessa daga geta þau sem vilja, komið með fatnað og/eða skó í skólann.

Óskað er eftir hverskyns góðum, óslitnum og hreinum fatnaði og skóm, á börn á aldrinum 0 til 15 ára.

Hægt er að fylgjast með söfnunni á facebook síðunni: Fatasöfnun fyrir börn í afskekktasta þorpi Grænlands.

Stórutjarnaskóli
Stórutjarnaskóli