Fatasala Húsavíkurdeildar Rauða krossins

0
109

Um árabil hefur Húsavíkurdeild Rauða krossins staðið fyrir fatasöfnun á Húsavík og nærsveitum.  Starfsmenn Húsasmiðjunnar á Húsavík  taka á móti fatnaði og Flytjandi kemur honum til Reykjavíkur til flokkunar og sölu í búðum Rauða krossins á höfuðborgasvæðinu og  út um land. Hluti fatnaðarins fer líka til bágstaddra víða um heim.

raudi_krossinn

Þriðjudaginn 22. janúar hefst fatasala Húsavíkurdeildar Rauða krossins. Fatnaður sem þar verður til sölu kemur að mestu leyti frá fataflokkun Rauða krossins í Reykjavík.

Húsvíkingar og aðrir Þingeyingar er hvattir til að koma fötum og skóm  sem ekki nýtast í gáminn í Húsasmiðjunni. Eins er hægt að koma með föt, skó og textíl af öllu tagi í Setrið í Snælandi við Árgötu 12 virka daga frá kl. 13 – 16.

Það sem berst í Setrið verður selt í búð Rauða krossins á Húsavík en annað flutt suður.  Öll  flokkun verður í Setrinu.

Fatasala Rauða krossins er í sama húsnæði  og Kynlegir kvistir reka sölu á notuðum hlutum í N1 húsinu við Héðinsbraut 2.Sjálboðaliðar Rauða krossins og Setursins annast  vinnu við fatasöluna. Ágóðinn fer til Húsavíkurdeildar Rauða krossins sem ráðstafar honum til líknarmála í héraði.

Verið velkomin í fatasölu Rauða krossins og verslun Kynlegra kvista og gerið góð kaup um leið og stutt er við góð málefni. Fyrst um sinn verða ekki notuð greiðslukort.

Opið frá kl. 16 – 18 á þriðjudögum og fimmtudögum.

Þakkir:  Setrið, Húsasmiðjan,Flytjandi, N1.
Halldór Valdimarsson formaður Húsavíkurdeildar Rauða krossins.