Fast 8 – Traktorsgrafa niður um ísinn á Mývatni

0
301

Um páskana brotnaði ís undan trakstorsgröfu sem notuð var við að moka snjó af ísnum á Mývatni með þeim afleiðingum að grafan sökk á kaf. Talsvert snjóaði í Mývatnsveit á Skírdag og því þurfti að moka snjó af ísnum á vatninu svo að tökur á Fast 8 gætu haldið áfram.

Mynd frá björgunarstörfum
Mynd frá björgunarstörfum

 

Samkvæmt heimildum 641.is varð ökumanni gröfunnar ekki meint af en vatnsdýpið þar sem grafan fór niður, er vel á þriðja meter.

Rúmum sólarhring seinna tókst að ná gröfunni upp úr Mývatni.

641.is er ekki kunnugt um ástand gröfunnar.