Fast 8 – Skriðdreki á ísnum

0
243

Mikill fjöldi allskonar ökutækja er nú saman komin við fyrirhugaðan tökustað á kvikmyndinni Fast 8 í Mývatnsveit. Sl. þriðjudag komu fimm amerískir trukkar hlaðnir ökutækjum og voru ma. þrír skriðdrekar á einum trukknum. Meðfylgjandi mynd náðist af einum skriðdrekanum á ísnum á Mývatni í dag og þá var búið að setja á hann byssuna.

Skriðdrekinn á Mývatni í dag. Mynd: Lilja Aðlsteinsdóttir
Skriðdrekinn á Mývatni í dag. Mynd: Lilja Aðalsteinsdóttir

Meðfylgjandi myndband náðist svo í gær á athafnasvæðinu, en á því sést rauður Lamborghini keyra um svæðið.

 

Allt athafnapláss við hótel Gíg, Sel-hótel og á gamla fótboltavellinum við Álftagerði eru troðfull af amerískum trukkum og rútum, auk nokkuð margra grænna jeppa sem nota á við tökurnar. Ekki er vitað af hvaða gerð þessir jeppar eru, en liturinn bendir til þess að þeir þjóni hernaðarlegum tilgangi í myndinni. Sportbílarnir virðast aðallega vera af gerðunum Dodge og sennilega Subaru auk amk. tveggja Lamborghini bíla. Það er þó óstaðfest.

Dogde Charger á ísnum
Líklega Dodge Charger á ísnum
Tökur undirbúnar
Tökur undirbúnar

Samkvæmt heimildum 641.is eru ekki öll ökutækin komin enn á staðinn, því von er á fleiri trukkum með nokkra bílfarma í viðbót. Þá eru ótalin fjórhjólin og vélsleðarnir sem búið er að flytja á staðinn.

641.is hefur enga hugmynd um söguþráð myndarinnar en miðað við þau ökutæki og hernaðartól sem komin eru á staðinn má ætla að taka eigi upp eltingaleik á ísnum á Mývatni þar sem grænu jepparnir og skriðdrekarnir koma við sögu og má því búast við talsverðum hamagangi vegna þeirra. Í dag náðust svo myndir af flutningabíl á Blöndósi sem var fullur af grænum Lödu Sport bílum á leiðinni í Mývatnssveit

Allt troðfullt á gamla boltavellinum
Allt troðfullt á gamla boltavellinum
Ökutæki á ísnum
Ökutæki á ísnum