Famboð – Sturla Hólm Jónsson

0
288

Framboð Sturlu Hólm Jónssonar hefur skráð sína meðmælendur á vef Þjóðskrár alls 2729 gildar undirskriftir sem skiptast þannig eftir fjórðungum, segir í tilkynningu.

Sturla Jónsson

Sunnlendingafjórðungur 2.214 meðmælendur
Austfirðingafjórðungur 105 meðmælendur
Norðlendingafjórðungur 310 meðmælendur
Vestfirðingafjórðungur 100 meðmælendur

Ég er afskaplega þakklátur þeim sem treystu mér til framboðs. Mun ég standa vörð um þau gildi sem ég haft hingað til og standa upp fyrir þeim undirokuðu og friðhelgi fólks í samfélaginu.

Að vernda frelsi fólks til að starfa og vernda sköpun þeirra í sífellt opnara samfélagi. Ekki síst að standa vörð um það að lög standist stjórnarskrá og að opinberir aðilar starfi að lögum.

Sú umræða sem fer fram í þjóðfélaginu sem sem snýst um fólk en ekki því grundvallargildi sem frambjóðendur starfa eftir, er niðurlægjandi fyrir okkur sem erum að taka þátt í framboði til Forseta Íslands.

Vona ég að linni og fjölmiðlar og aðrir sem eru að gera sig gildandi í umræðunni snúi sér að því um hvað forsetaembættið snýst um.

Sturla Hólm Jónsson