Falleg gjöf gefin af góðum hug

0
212

Leikskólinn Tjarnaskjól í Stórutjarnaskóla fékk óvænta og skemmtilega gjöf í morgun, þegar Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir kom færandi hendi með ótalmörg sett af handprjónuðum dúkkufötum. Peysur, buxur, húfur, pils, kjóla, ermar, sokka og vettlinga. Dúkkurnar eru því tilbúnar að takast á við kuldabola í vetur. Þetta er falleg gjöf, gefin af góðum hug. Gunna Vala var treg til myndatöku en lét þó eftir “frekju” fréttaritara og hvatningu starfsfólks. Þrír strákar voru mættir í leikskólann þegar Gunna Vala kom og tóku þeir glaðir en svolítið feimnir við að skoða og leika með vel klæddar dúkkurnar. Við þetta tækifæri var ákveðið að eina af dúkkunum fengi nafnið Vala, Gunnu Völu til heiðurs. Það er gott að eiga svona gjafmilda og hjartahlýja vini í okkar góðu sveit.

Gunnar og Gunna Vala.
Gunnar og Gunna Vala.

 

Gunnar og Kristján.
Gunnar og Kristján.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Prúðbúnar dúkkur og nóg til skiptan, Vala er lengst til vinstri.
Prúðbúnar dúkkur og nóg til skiptan, Vala er lengst til vinstri.