Steingrímur Stefánsson frá Straumnesi í Aðaldal varð nýlega vitni að máltíð hjá fálka einum sem ákvað að fá sér Stokkandarkollu í matinn rétt við veiðistaðinn Vitaðsgjafa í Laxá í Aðadal nú nýlega. Að sögn Steingríms kippti fálkinn sér ekkert upp við nærveru hans og komst Steingrímur mjög nálægt fálkanum, vopnaður myndavél. Ég held að ég hafi komist í 3-4 metra fjarlægð þegar ég var næst honum, sagði Steingrímur í spjalli við 641.is í dag..

Steingrímur taldi líklegt að um ungan fálka væri að ræða. Fálkinn reyndi að fljúga eitthvert burt með fenginn en það gekk brösulega þar sem öndin var sennilega full þung fyrir hann. Steingrímur fylgdist með aðförunum í dágóða stund og á þeim tíma tókst fálkanum að drösla öndinni með sér drjúgan spöl, án þess þó að hafa sig á loft með öndina.
Steingrímur tók meðfylgjandi myndir af máltíð fálkans.


