Fagnaðarlæti Íslendinga í Svíþjóð orðið að fréttaefni þar í landi

0
150

Myndband sem Búi Stefánsson frá Laugum tók upp á heimili sínu í Vaxholm í Svíþjóð er orðið að fréttaefni þar í landi.

Búi Stefánsson videó
Skjáskot úr myndbandinu

 

Fréttavefurinn NA.se birti í dag stutta umfjöllun og myndbandið sem Búi Stefánsson tók, sem sýnir fagnaðarlætin sem brutust út á heimili hans þegar Ísland skoraði sigurmarkið gegn Austurríki á síðustu mínútu leiksins um daginn.

Myndbandið má skoða hér fyrir neðan.

 

 

Búi sagði í stuttu spjalli við 641.is í dag að bróðir hans hafi verið þarna á gólfinu, ásamt fjölskyldum okkar og vinum, sænskum og íslenskum.

Búi skrifaði eftirfarandi á Facebook-síðuna sína í dag:

Það varð allt vitlaust þegar við tryggðum okkur sigurinn á móti Austurríki. Sú stund náðist jú á myndband heima hjá okkur og nú hafa Svíarnir birt það á alnetinu í undirbúningi sínum fyrir Englandsleikinn.

Stefni svo auðvitað á að ná myndbandi af því þegar við sláum tjallann út í kvöld.

Fréttin á NA.se