Facebook grúppa helguð Laxárdal

0
229

Stofnuð hefur verið Facebook grúppa sem ætluð er Laxdælingum, afkomendum, venslafólki og öðrum sem áhuga hafa á Laxárdal og sögu hans. Þar geta áhugasamir hist og miðlað sögum, myndum og upplýsingum sín á milli. það er Torfi Jónsson frá Halldórsstöðum í Laxárdal sem er maðurinn að baki síðunnar.

Laxárdalur
Laxárdalur

Slóðin er: https://www.facebook.com/groups/1461608534076009/

Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að skrá sig í grúppuna þannig að áhugasamir geti fylgst með eða tekið þátt og miðlað af sínum fróðleik um dalinn, söguna og annað skemmtilegt. Allir eiga að geta sett inn efni og eru hvattir til þess, segir í tilkynningu.