Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar og forsvarsmenn Eyjardalsvirkjunar ehf. boða hér með til almenns kynningarfundar í Kiðagili mánudaginn 18. júní n.k. kl. 16:30 þar sem kynntar verða hugmyndir að Eyjardalsvirkjun í Bárðardal.
Fyrirhuguð virkjun yrði rennslisvirkjun án teljandi miðlunar. Virkjað fall um 180 m og virkjað rennsli um 500 l/s og uppsett afl 0,7 MW. Inntaksstífla yrði á Eyjardal í um 350 m hæð yfir sjávarmáli og ofan hennar myndast allt að 1,0 ha inntakslón að mestu í farvegi árinnar. Inntakslón og efri hluti þrýstipípu yrðu ekki sýnileg frá þjóðvegi. Stöðvarhúsið yrði í brekkurótum í landi Hlíðarenda sunnan Eyjardalsár.
Fulltrúar frá Eyjardalsvirkjun ehf. og Eflu verkfræðistofu munu kynna virkjunarhugmyndirnar og sitja fyrir svörum.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar og Eyjardalsvirkjun ehf.