Gyða Einarsdóttir upplýsingafulltrúi Evrópustofu og Henrik Bendixen yfirmaður Evrópusviðs hjá sendinefnd ESB á Íslandi verða með erindi um samband Íslands við ESB og landbúnaðarstefnu ESB á Breiðumýri í Reykjadal þriðjudaginn 12. nóvember kl. 20:00.
Að erindi loknu verða umræður og fyrirspurnum svarað.
Þetta er kjörið tækifæri til að fræðast um ESB og fá spurningum svarað milliliðalaust segir í tilkynningu frá Fundafélaginu í Þingeyjarsveit, sem stendur fyrir erindinu, sem allir eru velkomnir á.