Erla Ingileif Harðardóttir frá Einarsstöðum í Reykjadal brautskráðist frá Framhaldsskólanum á Laugum með hæstu einkunn sem gefin hefur verið á stúdensprófi frá skólanum, en brautskráning nýstúdenta fór fram í dag. Erla Ingileif dúxaði með einkunnina 9,51.
Erla Ingileif fékk afhent raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavik og menntaverðlaun Háskóla Íslands. Erla Ingileif fékk einnig viðurkenningu frá Menningarsjóði Þingeyskra kvenna fyrir hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi. Þar fyrir utan fékk Erla Ingileif viðurkenningu fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum og fyrir góðan árangur í stærfræði við Framhaldsskólann á Laugum.
Með raungreinaverðlunum HR. fær Erla Ingileif niðufelld skólagjöld í eitt ár og með Menntaverðllaunum HÍ. fær Erla Ingileif niðurfelld skólagjöld í eina önn, kjósi hún að sækja sér frekari menntun í þessum háskólum í framhaldinum.
Svo skemmtilega vill til að skólameistari Framhaldsskólans á Laugum Sigurbjörn Árni Arngrímsson, átti fram að deginum í dag einkunnametið sem hann setti við fyrstu brautskráningu nýstúdenta frá skólanum fyrir 25 árum síðan. Þá dúxaði Sigurbjörn Árni með einkunnina 9,50
Nánar verður fjallað um brautskráninguna frá Framhaldsskólanum á Laugum á morgun.