Er Landbúnaðarráðherra farinn í frí?

Sigurður Þór Guðmundsson bóndi í Holti í Þistilfirði skrifar

0
662

Í dag 26. Júní eru um 97 dagar þangað til sauðfjárbændur verða búnir að taka ákvörðun um ásetning næsta vetrar. Í dag eru einnig um 500 dagar síðan við sáum að í óefni stefndi með afurðarsölu og markaðshorfur og þ.a.l. afkomu búa okkar og við leituðum ásjár Landbúnaðarráðherra um stöðumat og tillögur til að koma hlutum í betra horf.

Það var reyndar annar ráðherra en nú situr en það var samt ráðherra í Ríkisstjórn Íslands.
Í ljós kom að sá ráðherra gerði ekki neitt og líklega var það vegna þess að í henni blundar gamall kratadraugur sem vill leggja niður Íslenskan Landbúnað og hún sá tækifæri til að gefa honum vænt högg.

En núverandi ráðherra sem er reyndar 1. Þingmaður í mínu kjördæmi, í einu strábýlasta kjördæmi landsins, í kjördæmi sem allt mannlífið á svo mikið undir landbúnaðnum og ekki síst sauðfjárrækt. Hann talaði fjálglega fyrir kosningar um að forgangsverkefni væri að gera það sem fyrri ráðherra gerði ekki, allavega gera eitthvað, frekar en ekki neitt.

Út á það fékk hann góða kosningu, sagði síðan að ef bændur stæðu saman um skynsamlegar tillögur þá skildi þeim hrint í framkvæmd.

Í apríl (fyrir 81 degi) þá héldu sauðfjárbændur aðalfund. Þar samþykktu þeir tímamóta tillögu, samþykkt með öllum greiddum atkvæðum utan fjögurra, sem vildu þó ekki leggja til efnislega breytingu á tillögunni.

Tillagan er ekki gallalaus, en hún gæti verið verulega árangursrík, hún kostar ríkið ekki krónu. Það er heldur ekki öruggt að hún dugi ein og sér, hún opnar á verulegan stuðning við fjölbreyttari atvinnuuppbyggingu í sveitum landsins,,,

—- En ráðherra virðist ekki skilja þetta, eða kannski vill hann ekki gera neitt. Kannski blundar í honum einhver svona kratadraugur eins og ráðherrranum fyrri. Eða hvernig á að skilja þetta.

Tíminn er að renna út, Tillögur ráðherra ef þær koma fram eftir 1. Október byrja að virka 1. Október 2019, munu þá kannski hafa áhrif 2021. Hvað verður þá????

Mikið vildi ég hafa duglegan Landbúnaðarráðherra sem skildi eitthvað í þeim málaflokki sem honum er falið að stjórna.