Enn er spurt

Örn Byström skrifar

0
667

Sæll félagi Arnór. Mikið er nú ánægjulegt að þú hafir gaman að bréfaskirftum okkar á þessum vettfangi og sé ég því enga ástæðu til þess að við félagarnir hættum þeim og að ég sé enga ástæðu til þess að breyta því fyrirkomulagi. Við verðum jú að hafa gaman af tjáskiptum. Mun ég því gleðja þig með óbreyttu fyrirkomulagi enda geta þá fleiri en ég fengið svör við spurningum sem vakna við eldhúskollaspjall okkar sveitarvarga.

Það er bara einu sinni þannig að ég sem gamall sveitarstjórnarmaður hef en áhuga á rekstri þess sveitarfélags sem ég bý í ,merkilegur assskoti. Ég verð nú samt að hryggja þig með því að ég er ekki ánægður með öll svörin frá þér og hallast að því að þú betrumbætir sumt og þá að þú gerir það að ráðnum hug. Það finnst mér ekki gott né sannfærandi framsetning. Einkum þegar tölur hafa komið fram áður sem standast ekki við það sem þú framsetur. Þar á ég við t.d. kostnað við Hafralækjaskóla,þar ferð þú beinlínis með rangt mál.

Óska ég því eftir réttum tölum þar um, og reyndar skil ekki hvað þarf að fela þar. Mín tilfynning er sú að kostnaðurinn þar sé um kr. -200 milljónir en ekki 49 milljónir. Leiðréttu mig fari ég með rangt mál.

Mér persónulega finnst vel í lagt að sveitarstjóri hafi hátt í ráðherralaun á mánuði, allavegana er hún hærri launuð en alm. þingmaður. Maður spyr sig ,er þetta launastefna ykkar hjá sveitarfélaginu ?

Sitja þá allir starfsmenn við það borð ?-og hvað eru starfsmenn sveitarfélagssins margir ? Ég veit að spurt er erfiðra spurninga ,spurninga sem ég undirritaður finn ekki augljóslega í reikningum sveitarfélagssins, þótt mér sé vísað þangað af starfsmönnum sveitarfélagssins til að afla mér svara. Ég sé þar að 60% af tekjum sveitarfélagssins fara í laun starfsmanna, sem segir að af -Einum milljarði í tekjur á ári fara 600 milljónir í launakostnað og þar af hefur sveitarstjóri kr. -Fjórtan milljónir og tvöhundruð þúsund- auk hlunninda.

Og eitt að lokum , hvrenig má það vera að kostnaður sveitarfélagssins á eign sinn í Iðjugerði sé kr.- Fimm milljónir-5.000  á ári ? – þar sem engin starfssemi á vegum sveitarfélagssins fer þar fram ?

Fasteignir sveitarfélagssins er sér kapitali útaf fyrir sig og vakna þar margar spurningar sem kastað verður kannski fram við frekari tækifæri.

Með vinsemd,og kannski atkvæði.Kannski-kannski ekki.

Örn Byström Einarsstöðum.