Enn eitt skemmdarverkið í Mývatnssveit.

0
82

Nú hefur enn eitt skemmdarverkið á náttúru í Mývatnssveit verið unnið, í þetta skiptið hefur verið málað á hraun í nágrenni Kálfastrandar orðið lava sem þýðir hraun. Frá þessu er sagt á vef Akureyrivikublaðs, þar sem sjá má mynd af skemmdarverkinu.

Orðið CAVE var málað með sprey-brúsa í Grjótagjá um daginn. Mynd: Finnur Baldursson
Orðið CAVE var málað með sprey-brúsa í Grjótagjá um daginn. Mynd: Finnur Baldursson

Akureyrivikublað hefur eftir Bergþóru Kristjánsdóttiur, starfsmanni Umhverfisstofnunar og umsjónarmanni verndarsvæðisins við Mývatn og Laxá, það ekki vitað hvenær verkið hafi verið framið en einhverjir segist hafa komið auga á það í gær.

„Þetta er ömurlegt, þetta er bara umhverfisterrorismi,“ sagði Bergþóra og bætti því við að ekki hafi verið ákveðið hvað tekið verði til bragðs vegna skemmdanna. „Við reynum að fjarlægja þetta,“ sagði Bergþóra.

Gera má ráð fyrir að um sömu aðila sé að ræða og áður því vinnubrögðin virðast vera þau sömu. Líklega hefur þetta verið gert á sama tíma og skemmdarverkin í Hverfjalli og Grjótagjá.

Bergþóra sagðist, í spjalli við 641.is, óttast að fleiri skemmdarverk hefðu verið unnin í þessum stíl í Mývatnssveit af þessum sömu aðilum. Þau ættu bara eftir að finnast.

Akureyrivikublad.is