Enginn póstur í dag

Þú getur farið heim og slappað af

0
1288

Íbúar í dreifbýli Þingeyjarsýslu fá póstinn sinn aðeins 8 sinnum núna í aprílmánuði sem sumir segja að sé nýtt met í lélegri þjónustu póstsins. Líklega þarf að fara aftur til áranna í kringum seinna stríð til að finna álíka þjónustu og fólki í dreifbýli er boðið upp á í dag.

Í ársbyrjun 2016 var póstdögum í dreifbýli fækkað og pósti ekið annan hvern virkan dag heim á bæi. Það þýddi að eina vikuna fengu íbúar póstinn sinn tvo daga í viku en hina vikuna þrjá daga.

Ef almennir frídagar eru að þvælast fyrir fellur póstferð niður þann dag og er ekki bætt upp með auka ferð daginn eftir eða síðar.

Þar sem margir frídagar eru í aprílmánuði 2017 verða póstferðirnar aðeins 8 í apríl en árið 2016 voru þær aldrei færri en 10 í mánuði og fóru upp í heilar 12 þegar best lét.

Aprílmánuður 2017 sker sig þó sérstaklega úr, því frá og með laugardeginum 8. apríl til mánudagsins 23. apríl eru aðeins 3 póstferðir í dreifbýli Þingeyjarsýslu.

Megn óánægja er með þessa “þjónustu” meðal fólks í dreifbýli.

Öll heimili í deifbýli fá svona dagatal (sjá mynd) svo íbúarnir viti hvenær von sé á pósti í póstkassann. Eins og sjá má eru óvenju fáir grænmerktir dagar í apríl.

Póstdagatal 2017