Engin gjaldheimta við Goðafoss

0
67

Sagt var frá því hér á 641.is í morgun að frá og með deginum í dag þyrftu allir að greiða sérstakt gjald fyrir að fá að berja Goðafoss augum. Einnig að hægt væri að kaupa aðgang að fossinum með Auroracoin.

Goðafoss
Goðafoss

Þetta var að sjálfsögðu ekki satt og var fréttin í boði dagsins í dag sem er 1. apríl.

Nokkuð var þó um að fólk skoðaði sérstakt skráningarform þar sem Íslendingar gátu keypt aðgang að Goðafossi fyrir lífstíð með því að greiða með Auroracoin.

Einn karlmaður sem býr á Akureyri skráði sig á listann.