Embætti skólameistara Framhaldsskólans á Laugum laust til umsóknar

0
172

Mennta og Menningarmálaráðaneytið hefur auglýst Embætti skólameistara, Framhaldsskólans á Laugum laust til umsóknar. Í auglýsingunni segir að skólameistari gegni mikilvægu hlutverki í mótun skólastarfs á grundvelli laga og aðalnámskrár framhaldsskóla og mikilvægt að umsækjendur hafi skýra framtíðarsýn hvað þetta varðar.

Leitað er eftir einstaklingi með stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg.

Umsóknir um stöðuna skulu hafa borist fyrir kl 16:00 föstudaginn 7. ágúst. Ráðið er í starfið frá 15. september 2015. Að öllu jöfnu er ráðning miðuð við 5 ár en vakin er athygli á að embættið er veitt á þeim forsendum að skipaður skólameistari er í leyfi sem þingmaður.

Fráfarandi skólameistari, Hallur Birkir Reynisson gegnir stöðunni til 15. september, en tekur þá við áfangastjórastöðu innan skólans sem hann gengdi áður.

Sjá nánar hér.