Elí Freysson með nýja bók

0
228

Á morgun laugardaginn 12. október kemur út þriðja skáldsaga Elí Freyssonar, Kallið. Áður hafa komið út Meistari hinna blindu og Ógnarmáni. Allt eru þetta bækur í þeim flokki sem kallast fantasíusögur, þær gerast allar í sama heimi, eru allar sjálfstætt framhald af Meistara hinna blindu, þannig að ekki þarf að vera búið að lesa fyrri bækur til að njóta næstu. Seríuna kallar Elí Þögla stríðið og eru fleiri bækur væntanlegar næstu ár. Elí gefur bókina út sjálfur og var hún prentuð í Ásprent á Akureyri. Elí mun reyna að koma bókinni í sölu sem víðast, en hún mun allavega fást hjá Pennanum á Akureyri og svo í Nettó þegar bókavertíðin hefst. Á morgun laugardag verður útgáfunni fagnað og mun Elí bjóða uppá veitingar í Pennanum milli kl. 14:00 og 16:00 og árita bækur.

Elí er fæddur á Akureyri og að mestu alinn upp þar, en bjó hér í Þingeyjarsveit í nokkur ár og gekk þá í Stórutjarnaskóla.

Elí áritar Meistara hinna blindu fyrir 2 árum
Elí áritar Meistara hinna blindu fyrir 2 árum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

nýja bókin
nýja bókin