Einshús – Ferðaþjónusta opnaði í dag

0
443

Ferðaþjónustan Einishús ehf tók í notkun tvö glæsileg sumarhús að Einarsstöðum í Reykjadal í dag. Af þessu tilefni  var gestum boðið að koma og skoða nýju húsin. Húsin eru hönnuð og byggð af m2hús ehf og var aðili frá þeim á staðnum.  Eigendur Einishúsa eru þau Guðfinna Sverrisdóttir og Einir Viðar Björnsson.

Guðfinna Sverrisdóttir og Einir Viðar Björnsson eigendur Einshúsa.

Í Einishúsum er boðið upp á glæsilega gistiaðstöðu í fullbúnum nýjum húsum með svefnaðstöðu fyrir 4+, uppbúin rúm (þrif innifalin). Heitur pottur með hverju húsi og gasgrill. Húsin eru 48 fermetrar að stærð, en virka mun stærri þegar inn í þau er komið.

Valbjörn Ægir Vilhjálmsson byggingafræðingur og eigandi m2hús, hannaði og smíðaði húsin og er ráðgert að tvö ný hús bætist við á næsta ári.

Samkvæmt skipulagi Einishúsa er gert ráð fyrir að 26 sumarhús rísi á svæðinu samkvæmt skipulagi, auk þjónustuhúss, á næstu árum þegar svæðið verður fullbúið.

641.is óskar þeim Guðfinnu og Eini til hamingju með áfangann.

Sjá nánar á einishús.com

Guðfinna Sverrisdóttir, Valbjörn Ægir Vilhjálmsson og Einir Viðar Björnsson.