Egill Freysteinsson hlaut Hvatningarverðlaun og Heiðurshorn BSSÞ 2019

0
953

Egill Freysteinsson, Vagnbrekku í Mývatnssveit hlaut að þessu sinni bæði Hvatningarverðlaun BSSÞ og Heiðurshornið fyrir árið 2019. Sjaldgæft er að bæði verðlaunin falli til sama aðila en þau eru veitt fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt. Frá þessu segir í tilkynningu frá BSSÞ í dag.

Egill Freysteinsson
Í tilkynningunni segir einnig að Egill leggi mikla alúð við ræktun sína og bú sem skilar sér í þessum góða árangri og óskum við honum til hamingju með árangurinn.
Eftirfarandi eru 5 efstu búin fyrir árið 2019.
Heiðurshornið 2019
Vagnbrekka
Baldursheimur 2
Búvellir
Skarðaborg
Hvoll
Hvatningarverðlaun 2019
Vagnbrekka
Einarsstaðir (Reykjahverfi)
Brún
Skarðaborg
Ingjaldsstaðir
Baldursheimur 1
Stjórn BSSÞ