Danskir nemendur í heimsókn.

0
105

Nýliðin vika hefur heldur betur verið lífleg í Stórutjarnaskóla. Þar hafa verið 15 danskir nemendur á aldrinum 11 – 13 ára, ásamt þremur dönskum kennurum. Dönsku börnin hafa dvalið á heimilum nemenda Sórutjarnaskóla sem eru í 7. 8. og 9. bekk. Dönsku nemendurnir koma úr SØvind skóla, sem er rétt utan við Horsens.

mánudagurinn fór í að kynna sig, skoða skólann og gönguferðir
mánudagurinn fór í að kynna sig, skoða skólann og gönguferðir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Upphafið er að Liselotte Knagaard sem er aðstoðarskólastjóri SØvindskole hefur mikinn áhuga á norrænu samstarfi og fór að leita eftir skóla á Íslandi, með nemendaskipti í huga, hafði hún samband við Háskólann á Akureyri sem kom á samskiptum. Stórutjarnaskóli fékk bréf frá Liselotte í janúar á þessu ári, þar sem hún vildi kanna áhuga á samstarfi milli Stórutjarnaskóla og  Sövindskole. Hún óskaði jafnframt eftir því að fá að koma í heimsókn, sem hún gerði og með henni kom Eva NØrskov kennari. Þær komu saman í febrúar dvöldu í skólanum og fengu m.a. að upplifa þorrablót nemenda. Þriðji kennarinn sem kom núna með heitir Bente Hansen. Ákveðið var að hefja samstarf og sækja um styrk til  Nord plus junior sem er rekið af Norðurlandaráði.

vinnan komin á fulla ferð á þriðjudegi
vinnan komin á fulla ferð á þriðjudegi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er Inga Árnadóttir dönskukennari sem hefur haft veg og vanda að öllum undibúningi f.h. Stórutjarnaskóla. Nemendur Stórutjarnaskóla í 7. 8. og 9.bekk fara svo til Danmerkur í vor. Öll kennsla fór fram á ensku.

Ákveðið var að á Íslandi myndu þau vinna með eldfjöll og í Danmörku verður unnið með vindorku. Nemendunum var skipt í sex hópa og völdu þau sér eldstöðvar að vinna með. Fyrir valinu urðu Hekla, Katla, Krafla, Laki, Eyjafallajökull og Vestmannaeyjar.

Á miðvikudag var farið með hópinn upp í Mývatnssveit þar sem Víti var skoðað, hverirnir við Námafjall, Dimmuborgir og fleira og svo endað á að fara í Jarðböðin.

Vettvangsferð í Mývatnssveit
Vettvangsferð í Mývatnssveit

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Krakkarnir lögðu á sig mikla vinnu og stóðu sig alveg frábærlega vel.

unnið af kappi
unnið af kappi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir hádegi á föstudeginum labbaði allur hópurinn upp að Níphólstjörn í afar fallegu veðri.

glöð ungmenni við Níphólstjörn
glöð ungmenni við Níphólstjörn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um kvöldið var boðað til „en fest“ foreldrar komu með einn rétt að eigin vali og settu á hlaðborð, Liselotte, Eva og Bente fengu nemendur til að steikja danskar frikadeller, gera salat og dekka upp matsalinn, úr varð mikil og flott veisla.

eins og sjá má voru dýrindis veitingar
eins og sjá má voru dýrindis veitingar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar allir höfðu matast og foreldrum og nemendum færðar miklar þakkir, kynntu nemendur það sem þau höfðu verið að vinna í vikunni og varð það mjög flott sýning.

frá sýningunni á föstudagkvöld. Líkan af eldfjalli er á borðinu.
frá sýningunni á föstudagkvöld. Líkan af eldfjalli er á borðinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir að skóladegi lauk í vikunni lögðu íslensku fjölskyldurnar sig allar fram um að gera eins vel við þau dönsku eins og kostur var. Það var farið með þau í fjós, sýndir hestar, kettlingar, hundar og önnur smádýr og svo var auðvitað eitthvað um smölun, Hvalasafnið, Samgönguminjasafnið, Goðafoss, Aldeyjarfoss, Bjargarkrók, Akureyrarsundlaug, Jólahúsið, Keilu og margt margt fleira bæði hér innan sveitar og utan. Allt gekk þetta mjög vel. Þegar vaknað var á sunnudagsmorgun og komið að heimferð hjá þeim, var spennadi fyrir þau að sjá að snjóað hafði í fjöll og víða gránað niður í byggð og snjór á bílum. Þau lögðu svo af stað frá Stórutjarnaskóla kl. 9:00, brosandi og sæl, en eiga fyrir höndum langt og strangt ferðalag, eftir ævintýralega daga á Íslandi.

Jónas Reynir Helgason tók allar myndirnar.