Dalakofinn heldur upp á eins árs afmæli í dag.

0
146

Í dag, 1.september frá kl 15 til 17, verður gestum boðið í kaffi í Dalakofann á Laugum í tilefni af því að eitt ár er liðið frá því að Sigfús Haraldur Bóasson og Þóra Fríður Björnsdóttir keyptu Útibú ehf sem á og rekur Dalakofann.

Sigfús Haraldur Bóasson og Þóra Fríðu Björnsdóttir.

Þá á einnig að taka í notkun nýjan hellulagðan pall sunnan og austan við Dalakofann í dag.

Fyrsta Dalasvar haustsins verður svo í kvöld  kl 21

Dalakofinn sýnir alla kappleiki sem í boði eru og verður stórleikur helgarinnar í enska boltanum Liverpool – Arsenal sýndur á sunnudag kl. 12.30

Vetraropnun Dalakofans byrjar mánudaginn 3.september og er hún svona:
Mánud. – miðvikud kl. 10 – 18
fimmtud. – laugard. kl. 10 – 20
sunnudaga kl. 12 – 17